fbpx
78 Results

leiðarvísir

Search

iOS - 6.1.1

Apple hefur gefið út iOS 6.1.1 fyrir iPhone 4S.

Með uppfærslunni þá lagaði Apple vandamál varðandi 3G tengingu iPhone 4S eigenda, en hún olli því að símfyrirtæki víða um heim mældu gegn því að viðskiptavinir sínir myndu uppfæra símana sína. Með iOS 6.1.1. þá eru öll slík vandamál úr sögunni.

InstagramSamfélagsmiðilinn Instagram hefur notið mikilla vinsælda, og fyrir skömmu greindum við frá því að 90 milljón virkir notendur væru að nota þjónustuna. Þrátt fyrir það hefur samfélagsmiðillinn þurft að þola ansi mikla gagnrýni allt frá því að Facebook keypti fyrirtækið á einn milljarð dollara fyrir tæpu ári síðan.

Þegar kynnti Instagram fyrirhugaðar breytingar á friðhelgisskilmálum sínum (sem þeir drógu svo til baka) þá loguðu netheimar. Margir flúðu Instagram og leituðu annað (t.d. yfir á Flickr.

Það vakti hörð viðbrögð notenda þegar Instagram kynnti nýja skilmála fyrir skömmu síðan (sem þeir drógu síðan til baka). Sumir færðu sig yfir á aðrar þjónustur (eins og Flickr), og aðrir hættu á Instagram.

Svo virðist sem að margir hafi ekki látið þetta á sig fá því fyrirtækið greindi nýverið frá því að Instagram væri nú með 90 milljón virka notendur, sem senda inn 40 milljón myndir daglega.

Apple TV margmiðlunarspilarinn er með vinsælli raftækjum hérlendis um þessar mundir. Apple TV léttir manni lífið með ýmsum hætti, t.d. með því að spila efni þráðlaust úr iTunes í sjónvarpinu og AirPlay spilun ef þú vilt spila tónlist eða myndbönd á sjónvarpinu þínu.

Margir spyrja sig samt þeirrar spurningar hvað sé eiginlega hægt að gera við Apple TV spilarann. Við ætlum að fara aðeins út í það hér fyrir neðan.

Cydia logo - 150x150Það gerist alltaf endrum og sinnum að við fáum fyrirspurn frá aðilum sem í sakleysi sínu vilja nota mús og lyklaborð á iPad spjaldtölvunni sinni. Leiðbeiningar um notkun á þráðlausum Bluetooth lyklaborðum eru einfaldar, en svarið við hlutanum er varðar notkun á mús er alltaf það sama: „Hverju ætlarðu að stjórna með músinni?“

Ef þú átt iPad sem þú hefur jailbreakað, þá þarf þetta ekki að vera tilfellið, því nú er komin Cydia viðbót, sem gerir manni kleift að nota þráðlausa mús með iPad, sem tengist með áðurnefndri Bluetooth tækni.

Beamer er lítið forrit á Mac sem gerir manni kleift að spila nánast hvaða videoskrá sem er á Apple TV án nokkurra vandræða. Forritið gagnast annars vegar þeim sem eiga Apple TV 2 og hafa ekki framkvæmt jailbreak á tækinu (en ef þig langar að gera það þá geturðu fylgt leiðarvísi hér). Hins vegar þá er Beamer mjög nýtilegt fyrir þá sem eiga Apple TV 3 (einnig oft talað um tækið sem 3. kynslóð af Apple TV) sem styður 1080p upplausn, en þegar þetta er ritað þá er jailbreak ekki komið fyrir Apple TV 3.

Netflix merkiðLeiðarvísir síðunnar um hægt sé að nota Netflix á Íslandi er flestum lesendum að góðu kunnur. Með vaxandi notkun iOS tækja á borð við iPad og iPhone, þá eru einstaklingar farnir að nota tækin til að horfa á myndbönd í nokkrum mæli.

Leiðarvísinn hér að neðan sýnir hvernig hægt er að nota Netflix á iPad eða iPhone.

Franski forritarinn pod2g greindi frá því á Twitter síðu sinni fyrir stuttu, að verið væri að leggja lokahönd á untethered jailbreak fyrir iOS 5.1.1.

Þetta nýja jailbreak mun virka á öllum tækjum sem keyra iOS 5.1.1, að undanskildu Apple TV 3. Það þýðir að hægt verður að jailbreaka eftirfarandi tæki: iPhone 4S, iPhone 4, iPhone 3GS, nýja iPadinn (iPad 3), iPad 2, iPad, iPod touch 4G/3G og að lokum Apple TV 2.

Þegar iPhone 4S síminn frá Apple kom á markað í nóvember 2011, þá kynnti fyrirtækið einnig til sögunnar iTunes Match.

iTunes Match er þjónusta, sem tengist iCloud skýþjónustunni náið, en með henni geturðu geymt allt að 25.000 lög í iCloud, og  nálgast hvar og hvenær sem er.

Ef lögin eru til í iTunes Store, þá er þér heimilt að sækja þau þaðan hvenær sem er, og það hefur engin áhrif á iCloud plássið þitt. Ef þú átt svo einhverja titla sem ekki eru til í iTunes Store (t.d. marga íslenska diska) þá dregst það magn frá iCloud plássinu þínu, þannig að ef þú ert bara að nýta þér iCloud sem ókeypis þjónustu þá gætirðu þurft að uppfæra aðganginn þinn þar ef þú ætlar að skella öllum verkum Megasar inn í iTunes Match.

Sniðug þjónusta, en hængurinn á henni er að hún er einungis í boði í vissum löndum, og Ísland er ekki þar á meðal. Við deyjum þó ekki ráðalausir, og með því að fylgja leiðarvísinum að neðan, þá getur þú byrjað að nota iTunes Match innan örfárra tíma.