fbpx
78 Results

leiðarvísir

Search

XBMC fékk stóra uppfærslu um jólin, þegar betaútgáfa af XBMC 11.0 kom út, sem hefur fengið nafnið „Eden“. XBMC Eden felur meðal annars í sér minna álag á örgjörva, og betri stuðning við iOS. Á heimasíðu XBMC má finna ítarlega færslu um helstu breytingarnar.

Að neðan má sjá stuttan leiðarvísi til að setja upp XBMC á Apple TV, ef þú hefur jailbreak-að Apple TV spilarann þinn (ef ekki þá er hægt að fylgja leiðarvísi okkar til að gera það)

Apple TV 2Eins og áður hefur verið greint frá, þá er útgáfa 4.4.4 komin út fyrir Apple TV, sem býður m.a. upp á AirMirroring og Photo Stream í iOS 5, texta með sumu myndefni í Netflix og fleira.

Þá er jailbreak fyrir Apple TV komið fyrir 4.4.4, en það er einungis tethered, þannig að ef maður þarf að endurræsa Apple TV eða taka hann úr sambandi (sem getur gerst) þá þarf maður að ræsa hann með hjálp tölvu.

iOS (iPhone/iPad/iPod Touch): Mikið var að kýrin bar. Þótt margir séu mjög sáttir með sjálfgefna póstforritið sem fylgir öllum iOS tækjum, þá eru sumir sem finnst eitthvað vanta í það, einkum þeir sem eru vanir því að nota Gmail, sem býður upp á virkilega marga eiginleika (sbr. 10 ástæður fyrir því að þú ættir að nota Gmail og leiðarvísinn til að stjórna mörgum netföngum með Gmail). 2.nóvember síðastliðinn þá kom Gmail forrit frá Google í App Store, en var kippt út eftir mjög stuttan tíma þar sem villa var í forritinu varðandi tilkynningar  (e. push notificiations).

Undanfarnar tvær vikur þá hafa starfsmenn Google unnið hörðum höndum að því að laga þessa villu (og fleiri) og í gærkvöld kom lagfærð útgáfa af forritinu.

Netflix er gríðarlega vinsæl VOD (video on demand) þjónusta út um allan heim sem höfðar m.a. til notenda vegna þess hversu viðráðanlegt verðið er á þjónustunni (frá $8.99 á mánuði) og einnig því hægt er að nota þjónustuna í öllum tækjum (leikjatölvum, margmiðlunarspilurum, snjallsjónvörpum o.s.frv.).

Athugið!

Nú er Netflix í boði á Íslandi. Mörgum finnst úrvalið á íslenska Netflix ekki vera nógu gott (einkum þeim sem notuðu bandaríska Netflix áður) og ef þú ert einn þeirra, þá mælum við með því að þú lesir leiðarvísi okkar til að nota Hulu eða Amazon Prime Video.

Airport ExtremeATHUGIÐ: Þessi leiðarvísir er frá 2011, en útgáfa af leiðarvísinum fyrir nýrri gerðir af Airport Utility var birtur árið 2013. Þann leiðarvísi má sjá með því að smella hér.

Ef þú færð internetið um ljósleiðarann frá Gagnaveitu Reykjavíkur og átt Airport Extreme eða Time Capsule frá Apple, þá þarftu ekki lengur að borga leigugjald fyrir beininn (e. router) sem þú fékkst frá þjónustaðila þínum (gjaldið er yfirleitt u.þ.b. 500 kr./mán.) heldur einfaldlega tengt tækið beint við ljósleiðaraboxið og notað sem beini. Leiðbeiningar að neðan.

Apple TV 2Á mörgum nýjum og nýlegum sjónvörpum er hægt að stilla fjarstýringuna þannig að hún geti stjórnað fleiri tækjum en bara sjónvarpinu. Með þessu móti geturðu einfaldað hlutina og nota sjónvarpsfjarstýringuna til að stjórna Apple TV.

Þetta er vægast sagt mikill kostur, ekki síst í ljósi þess að Apple TV fjarstýringin er svo lítil og nett að hún „týnist“ oft á milli sessa í sófanum. Leiðarvísirinn hér fyrir neðan sýnir hvernig þú gerir þetta.

Mac OS X LionMac: Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist grannt með fréttum af Apple að það stóð aldrei til að Lion stæði notendum til boða nema í gegnum Mac App Store.

Nú er Lion vissulega fáanlegt á minnislykli í Apple búðum, en kostar þá 69 bandaríkjadali í stað 29 dala sé stýrikerfið keypt í Mac App Store. Ef þú vilt setja upp Lion í fleiri en einni tölvu án þess að ná í Lion skrána aftur og aftur, eða setja Lion upp á tölvuna og byrja á öllu frá grunni þá geturðu hæglega búið til þinn eigin uppsetningardisk eða uppsetningarlykil af Mac OS X Lion, sbr. leiðarvísirinn að neðan.

HardlyWork.in

Ef maður á að vera að vinna eða læra í tölvunni þá getur verið frekar vandræðalegt þegar einhver labbar framhjá skjánum manns og maður hangir á Facebook.

Vefsíðan HardlyWork.in, sem fór í loftið í lok júní, bjargar manni í þessum aðstæðum, því hún tekur allt sem er að gerast á Facebook hjá manni og birtir það í formi Excel skjals. Það gerir manni auðvelt um vik að skoða Facebook án þess að fólk gruni að maður sé að taka. Athugið þó að vefsíðan birtir einungis það sem er að gerast á Facebook, þannig að ef maður vill skrifa ummæli við tengil, stöðuuppfærslu eða mynd þá þarf maður samt sem áður að fara á Facebook til að gera það.

Mac: Ýmis forrit eru til fyrir Apple tölvur sem gera fátt annað en að breyta sniði á videoskrám til að hægt sé að horfa á efnið í iPhone, iPad o.s.frv. Maður þarf þó ekki að leita langt til að gera þetta, því þetta er allt hægt með QuickTime Player sem fylgir öllum Apple tölvum. Eina sem notendur þurfa að ná í er lítil viðbót sem heitir Perian, og er innan við 5MB að stærð. Leiðarvísir að neðan: