fbpx
78 Results

leiðarvísir

Search

Eins og fram kom í leiðarvísinum í gær, þá er untethered jailbreak fyrir Apple TV2 með útgáfu 5.0 loksins komið út. Ef þú hefur jailbreak-að Apple TV spilarann þinn þá geturðu sett upp XBMC, því aðilarnir á bak við forritið hafa unnið baki brotnu til að það virki á Apple TV 5.0, og með því að fylgja eftirfarandi leiðarvísi þá munt þú geta sett upp forritið á spilaranum þínum.

Windows: Þegar Apple kynnti 3. kynslóð af iPad fyrir stuttu, þá kynntu þeir einnig til sögunnar nýtt Apple TV, og nýjan hugbúnaðaruppfærslu fyrir Apple TV, útgáfu 5.0. Með uppfærslunni þá hætti Apple að leyfa einstaklingum að setja inn 4.4.4 útgáfuna á tæki sín, þannig að þegar notendur reyna að jailbreaka tækin skv. leiðarvísi okkar, þá munu þeir eflaust fá villuna „This Apple TV is not eligible for this version“.

Með (frekar miklum) krókaleiðum þá geturðu samt sett upp og jailbreak-að Apple TV sem er uppsett með 4.4.4, ef þú ert með Windows uppsett á tölvunni þinni.

XBMC EDEN Beta 2Í síðustu viku greindum við frá því hvernig Mac notendur  með Lion stýrikerfið spila efni af tölvum sínum á Apple TV með XBMC, sem með öðrum orðum er búið að jailbreaka. Ferlið fyrir Windows notendur er einfaldara en á Mac, þar sem ekki þarf að setja upp neinn hugbúnað til að deila efni af Windows 7. Nú kemur einfaldur leiðarvísir sem sýnir hvernig þetta er gert.

VísirFyrir ekki alls löngu síðan greindi Einstein frá því hvernig hægt væri að horfa efni úr Sarpinum  á XBMC. Nú er komin önnur viðbót fyrir XBMC sem svipar til þeirrar fyrri, en með þessari er hægt að horfa á vefsjónvarp Vísis í XBMC.

Það er forritarinn Hagur sem er á bak við þessa viðbót, og á hann mikið lof skilið fyrir ólaunaða vinnu sína í þágu almennings. Með Vísis viðbótinni fyrir XBMC er m.a. hægt að horfa á myndefni án atbeina tölvu (t.d. með Apple TV) sem margir myndu telja þægilegra heldur en að heimsækja vef Vísis í hvert skipti sem þeir vilja horfa á fréttir gærdagsins.

RÚV logoSarpurinn frá RÚV hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var kynntur til sögunnar fyrir liðlega fjórum mánuðum, þar sem áhorfendur geta nú notið dagskrár ríkisútvarpsins óháð stað og tíma.

Forritarinn Dagur (ekkert eftirnafn gefið upp) er einstaklingur sem á mikið lof skilið, en hann tók sig til og einfaldaði aðilum að horfa á efni úr Sarpinum með því að búa til XBMC viðbót fyrir Sarpinn. Með viðbótinni er hægt að horfa á dagskrárliði í sjónvarpinu án atbeina tölvu (t.d. með Apple TV) sem margir myndu telja þægilegra heldur en að heimsækja RÚV vefinn í tölvu til að horaf á dagskrárliði.

XBMC EDEN Beta 2

Ef þú notar XBMC forritið til að horfa á sjónvarpsefni og kvikmyndir í sjónvarpinu (hvort sem það er með Apple TV sem búið er að jailbreak-a eða tölvu sem tengd er við sjónvarp) þá geturðu hlustað á íslenskt útvarp með því að setja upp eina litla viðbót. Ef þú hefur 10-15 mínútur aflögu og ert til í smá handavinnu (veltur á því hvort þú sért með nauðsynlegan hugbúnað uppsettan á tölvunni), þá geturðu byrjað að hlusta á íslenskt útvarp í sjónvarpinu þínu.

XBMC 11 (EDEN)

Mac OS X Lion: XBMC á sér marga aðdáendur, sem nota forritið sem miðlæga margmiðlunarstöð í stofunni hjá sér, annaðhvort með tölvu eða Apple TV. Með XBMC er nefnilega ekki einungis hægt að spila efni af tölvum eða vefþjónum, heldur er einnig hægt að setja upp ýmsar viðbætur og breyta forritinu í nokkurs konar VOD, auk þess sem hægt er að setja upp viðbætur til að hlusta á tónlist af netinu, íslenskt útvarp, kanna veðrið og margt fleira.

Í eftirfarandi leiðarvísi verður sýnt hvernig þú deilir möppu af tölvunni þinni ef þú ert með Mac OS X Lion, en dæmi eru um að Lion notendur hafi lent í vandræðum með því að nota hefðbundna deilingu (File Sharing í System Preferences) sem stýrikerfið býður upp á. Leiðarvísir fyrir Windows er svo væntanlegur á næstunni.

iPhoneHér kemur stuttur leiðarvísir um hvernig nemendur háskóla Íslands geta sett upp tölvupóst á símanum sínum. Ef þú ert með Gmail netfang, þá mælum við þó eindregið með því að þú bætir skóla- eða vinnunetfanginu þínu í Gmail, því með Gmail þá geturðu stjórnað öllum netföngunum þínum frá einum stað.

Ef þú vilt frekar hafa þetta aðskilið þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi