fbpx
78 Results

leiðarvísir

Search

Einhverjir þekkja það eflaust að sjá einhverja sniðuga vöru á netinu, og vilja gefa í tækifærisgjöf, en varan er ekki seld á Íslandi (t.d. Clocky vekjaraklukkan sem sér til þess að þú snooze-ar aldrei). Ef þú vilt fá meira úrval þegar þú kaupir gjafir, mögulega spara nokkra þúsundkalla, og auðvelda þér jólagjafakaupin almennt, þá er þjónustan sem MyUS býður upp á eitthvað sem þú mættir skoða.

MyUS er þjónusta sem sérhæfir sig í að taka á móti pökkum og senda þá áfram til notenda þjónustunnar. Við skráningu er þér úthlutað heimilisfangi (líkt og hjá ShopUSA) sem þú notar þegar þú pantar hluti af netinu. Þegar pakki (eða pakkar) koma í pósthólfið þitt, þá færðu tilkynningu um það í tölvupósti.

Apple TV 2 - XBMCApple TV er ansi sniðugt tól fyrir þá sem vilja fá ódýran og góðan margmiðlunarspilara á heimili sitt, en þeir fást hérlendis á tæplega 30.000 kr. þökk sé vörugjöldum og tollum sem leggjast á margmiðlunarspilara, en í Bandaríkjunum er hægt að fá þá á 100 dollara, og í Bretlandi á 100 pund (og þar er hægt að fá virðisaukaskattinn endurgreiddan ef þú ert íslenskur ferðamaður).

Að neðan er leiðarvísir til að setja upp XBMC á Apple TV, svo hægt sé að nýta tækið til fulls. Leiðarvísinum er skipt í tvennt, annars vegar hvernig þú jailbreakar Apple TV 2 uppsett með iOS 4.3 (skref 1-4), og hins vegar hvernig þú setur inn XBMC á Apple TV (skref 5-8), sem gerir þér kleift að spila efni úr tölvunni þinni, nettengdum flakkara, eða horfa á ýmislegt efni beint af netinu.

UPPFÆRT: Jailbreak fyrir 4.4.4 er komið. Sjá leiðarvísi hér.

Ath! Áður en þú byrjar, þá þarftu að eiga micro-USB > USB kapal til að jailbreak-a Apple TV, og sá kapall fylgir ekki með tækinu þegar þú kaupir það. Hægt er að fá slíkan kapal í öllum betri tölvuverslunum hérlendis á ca. 2000-3000 kr.

Ef þú notar Netflix, Hulu eða aðrar þjónustur með playmoTV og netið er eitthvað einkennilegt, þá erum við með lausnina fyrir þig.

Ástæðan fyrir þessum vandamálum er sú að Playmo er að hætta með DNS þjón sem við vísuðum áður á, þannig að þú þarft að breyta yfir í nýja DNS þjóna.

20130328-202835.jpg

Leiðarvísir síðunnar um hvernig maður notar Netflix á Íslandi hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var fyrst birtur í maí 2011.

Við Íslendingar njótum Netflix með hjálp þjónustunnar PlaymoTV, sem kostar $4.99 á mánuði. Fyrir mánaðargjaldið getur maður ekki einungis horft á Netflix og Hulu, því PlaymoTV veitir einnig stuðning fyrir fjölmargar þjónustur til viðbótar. Hér fyrir neðan ætlum við að nefna þjónustur sem eru með sérstök iPad forrit sem gera manni kleift að horfa á kvikmyndir, þætti eða hlusta á tónlist í þar til gerðum forritum.