Ef þig langar í myndvinnsluforrit en vilt ekki kaupa Adobe Photoshop á raðgreiðslum, þá er þýska myndvinnsluforritið Pixelmator frábært forrit sem ætti að mæta flestum þörfum þínum.
Forritið, sem er með vinsælli forritum í Mac App Store, kostar venjulega $37.65 en er nú á helmingsafslætti og kostar því einungis $18.81
iPhone: Ef þú og maki þinn eruð í sitt hvoru landinu og viljið sýna senda „þumlakossa“, einlæg skilaboð eða teikna væmnar myndir til að senda ykkar á milli, þá gæti ykkur þótt gaman að prófa forritið Pair.
Ef maður ætti að nefna tvennt sem iOS 6 notendur kvarta mest undan, þá er það annars vegar Apple Maps, og hins vegar sú staðreynd að App Store er hægari hjá flestum heldur en hún var í eldri útgáfum af iOS.
Camera+ hefur verið eitt vinsælasta myndavélaforritið í App Store frá því það kom út, og þegar þetta er ritað þá hefur meira en 9 milljón eintökum af iPhone útgáfunni verið halað niður.
Reykjavik International Film Festival (RIFF) hófst í gær og stendur til 7. október. Hátíðin vex með hverju árinu, og að þessu sinni eru yfir hundrað kvikmyndir sýndar á henni, auk þess sem hátíðin stendur einnig fyrir tónleikum, listasýningum og fleiru.
Instagram fyrir iOS fékk uppfærslu í gær og styður nú iOS 6 og nýtir nú einnig skjástærð iPhone 5 til fullnustu.
Í dag fagna Bandaríkjamenn víða um heim þjóðhátíðardegi sínum, en þann 4. júlí 1776 var sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna undirrituð þegar 13 breskar nýlendur sögðu sig úr lögum við bresku krúnuna og stofnuðu Bandaríki Norður-Ameríku.

Þetta er það bréf sem berst þættinum einna oftast, þ.e. hvort eða hvernig hægt sé að spila .avi skrár á annaðhvort iPhone eða iPad. Ein lausn sem margir hafa nýtt sér er að ná í forritið Handbrake og breyta öllum .avi skrám í .mp4 snið sem iTunes skilur, en það krefst mikillar handavinnu og tíma, nokkuð sem maður hefur ekki ef ætlunin er að skella einum Gossip Girl þætti á símann áður en haldið er í ræktina.
iOS: Þeir sem hafa hlustað á Kanye West (eða hip-hop almennt) undanfarin ár þekkja eflaust Auto-Tune tæknina, en hún lagfærir rödd söngvarans þannig að hún hljómi í réttri tóntegund. Tæknin er þó ekki svo öflug að Auto-Tune sé beitt án ummerkja, en í flestum tilvikum þá fer það ekki á milli mála þegar hlustað er á flutning söngvara hvort Auto-Tune hafi verið beitt eða ekki.
