fbpx
Tag

Apple TV

Browsing

Margir hafa beðið eftir jailbreak-i fyrir Apple TV 5.0 með mikilli eftirvæntingu eftir að jailbreak fyrir Apple TV 5.0 myndi koma, einkum svo hægt sé að setja upp forritið forritið XBMC. Til allrar hamingju þá er biðinni lokið.

Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa Apple TV spilarann og halda jailbreak-inu nema spilarinn sé tengdur við við tölvu, og Seas0nPass sé notað til að kveikja á honum (velur Boot Tethered í Seas0nPass). Blessunarlega þá þarf maður ekki að gera þetta tethered boot nema örsjaldan, þar sem að spilarinn slekkur aldrei alveg á sér.

Að neðan má finna leiðarvísi til að framkvæma tethered jailbreak á Apple TV 2 með útgáfu 5.0:

Windows: Þegar Apple kynnti 3. kynslóð af iPad fyrir stuttu, þá kynntu þeir einnig til sögunnar nýtt Apple TV, og nýjan hugbúnaðaruppfærslu fyrir Apple TV, útgáfu 5.0. Með uppfærslunni þá hætti Apple að leyfa einstaklingum að setja inn 4.4.4 útgáfuna á tæki sín, þannig að þegar notendur reyna að jailbreaka tækin skv. leiðarvísi okkar, þá munu þeir eflaust fá villuna „This Apple TV is not eligible for this version“.

Með (frekar miklum) krókaleiðum þá geturðu samt sett upp og jailbreak-að Apple TV sem er uppsett með 4.4.4, ef þú ert með Windows uppsett á tölvunni þinni.

XBMC EDEN Beta 2Í síðustu viku greindum við frá því hvernig Mac notendur  með Lion stýrikerfið spila efni af tölvum sínum á Apple TV með XBMC, sem með öðrum orðum er búið að jailbreaka. Ferlið fyrir Windows notendur er einfaldara en á Mac, þar sem ekki þarf að setja upp neinn hugbúnað til að deila efni af Windows 7. Nú kemur einfaldur leiðarvísir sem sýnir hvernig þetta er gert.

iOS 5.1

Í gær þá gaf Apple út litla uppfærslu fyrir iOS stýrikerfið sitt, sem er nú komið upp í 5.1. Uppfærslan lagar ýmsar litlar villur, auk þess sem það gerir notendum kleift að eyða myndum úr Photo Stream, auðveldar fólki að taka myndir þegar síminn er læstur, og bætir andlitsgreiningu í myndavélaforritinu. Von allra notenda er sú að rafhlöðuvandamál í iOS 5 séu úr sögunni með iOS 5 uppfærslunni.

VísirFyrir ekki alls löngu síðan greindi Einstein frá því hvernig hægt væri að horfa efni úr Sarpinum  á XBMC. Nú er komin önnur viðbót fyrir XBMC sem svipar til þeirrar fyrri, en með þessari er hægt að horfa á vefsjónvarp Vísis í XBMC.

Það er forritarinn Hagur sem er á bak við þessa viðbót, og á hann mikið lof skilið fyrir ólaunaða vinnu sína í þágu almennings. Með Vísis viðbótinni fyrir XBMC er m.a. hægt að horfa á myndefni án atbeina tölvu (t.d. með Apple TV) sem margir myndu telja þægilegra heldur en að heimsækja vef Vísis í hvert skipti sem þeir vilja horfa á fréttir gærdagsins.

AirParrot logoMac/Windows: Eins og greint var frá í síðustu viku, þá mun Mountain Lion stýrikerfið fyrir Apple tölvur styðja AirPlay speglun fyrir Apple TV eigendur. Fyrir þá sem ekki vita, þá gerir AirPlay eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch, kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd yfir á Apple TV spilarann ef þau eru tengd við sama þráðlausa netið.

Uppfært 7. júní 2012: AirParrot er nú einnig fáanlegt á Windows

Þær fréttir bárust frá fyrirtækinu Apple fyrr í vikunni að stefnan væri sett á útgáfu nýs stýrikerfis núna í sumar. Stýrikerfið mun bera heitið Mountain Lion og felur í sér ýmsar nýjungar. Þar ber helst að geta Notification Center og skilaboðaforrit, sem sameinar iMessage úr iOS og iChat í Mac. iOS notendur eru kunnugir þessum atriðum, en þetta eru meðal sterkustu eiginleika iOS 5 sem kom út í október á síðasta ári.

RÚV logoSarpurinn frá RÚV hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var kynntur til sögunnar fyrir liðlega fjórum mánuðum, þar sem áhorfendur geta nú notið dagskrár ríkisútvarpsins óháð stað og tíma.

Forritarinn Dagur (ekkert eftirnafn gefið upp) er einstaklingur sem á mikið lof skilið, en hann tók sig til og einfaldaði aðilum að horfa á efni úr Sarpinum með því að búa til XBMC viðbót fyrir Sarpinn. Með viðbótinni er hægt að horfa á dagskrárliði í sjónvarpinu án atbeina tölvu (t.d. með Apple TV) sem margir myndu telja þægilegra heldur en að heimsækja RÚV vefinn í tölvu til að horaf á dagskrárliði.

Margir nota nú XBMC á Apple TV sem margmiðlunarstöð heimilisins. Áður hefur verið farið út í hvernig hægt er að hlusta á íslenskt útvarp með því að setja upp litla viðbót. Möguleikar XBMC eru þó ekki takmarkaðir við að hlusta á útvarp, því einnig er hægt að setja upp margvíslegar viðbætur (e. add-ons) sem virka með hinum og þessum þjónustum, t.d. Vimeo, YouTube, CollegeHumor, FunnyOrDie og margt fleira.