fbpx
Tag

Apple

Browsing

iPhone 5 - auglýsing

Apple hefur nú sent frá sér tvær nýjar auglýsingar fyrir iPhone 5 símann, sem kom á markað fyrir rétt tæpum tveimur mánuðum.

Í fyrri auglýsingunni, Turkey, er áherslan lögð á Shared Photo Stream sem sýnir hversu auðvelt það er að deila myndum með völdum aðilum. Í síðari auglýsingunni, Orchestra, þá er nýr hljóðnemi á bakhlið símans í sviðsljósinu.

Pixelmator

Ef þig langar í myndvinnsluforrit en vilt ekki kaupa Adobe Photoshop á raðgreiðslum, þá er þýska myndvinnsluforritið Pixelmator frábært forrit sem ætti að mæta flestum þörfum þínum.

Forritið, sem er með vinsælli forritum í Mac App Store, kostar venjulega $37.65 en er nú á helmingsafslætti og kostar því einungis $18.81

iPad klukka

Þeir sem hafa átt iPad frá örófi alda (ok síðan 2009) hafa hugsanlega tekið eftir því að lengi vel var ekkert klukkuforrit á iPadinum. Það breyttist með iOS 6, þegar Apple kom loksins með eitt slíkt á markað. Stílhreint klukkuforrit var komið í allar iPad spjaldtölvur. Eini gallinn var að sumum þótti klukkan aðeins of kunnugleg.

Ef frá er talinn Steve Jobs, þá er Sir Jonathan Ive yfirhönnuður Apple talinn eiga hvað mestan þátt í velgengni fyrirtækisins síðustu 10 árin.

Stílhrein hönnun á Apple vörum hefur vakið mikla eftirtekt í gegnum árin, og haft slík áhrif á fólk að iMac tölvur eru nú talið flott stofustáss hjá fólki ólíkt gömlu turntölvunni sem flestir földu undir borði inni í lokuðu herbergi.

iPad mini auglýsing

Apple hefur sent frá sér auglýsingu fyrir nýju iPad mini spjaldtölvuna sem þeir kynntu til sögunnar í síðasta mánuði, og fór í sölu síðasta föstudag.

Í auglýsingunni má sjá iPad og litla bróður, iPad mini, vera notaða saman til að spila lagið Heart and Soul í Garageband forritinu frá Apple. 

Amazon merkiðNetfyrirtækið og vefverslunin Amazon skýtur föstum skotum á iPad mini spjaldtölvuna sem Apple kynnti í síðustu viku og kemur á markað 2. nóvember næstkomandi.

Þetta gerir fyrirtækið á forsíðu Amazon.com þar sem fyrirtækið auglýsir Kindle Fire HD tölvu fyrirtækisins, en þar má nú sjá samanburð á Kindle Fire og iPad mini.

Steve Jobs

Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, var nokkuð merkilegur karakter. Þeir sem hafa lesið ævisögu hans (eða valda kafla úr henni) eru eflaust á þeirri skoðun að Steve Jobs hafi ekki beinlínis verið neitt gæðablóð. Það er í sjálfu sér engin lygi.

Enginn mun neita því að Steve Jobs var um margt furðurlegur og sérvitur, en hann gat einnig verið nokkur ljúfur í daglegu lífi. Á vefnum Quora, þar sem notendur spyrja og svara ýmislegum spurningum, spurði einn notandi hvort einhverjir ættu sögur af því þegar þeir hittu Steve Jobs í daglegu lífi sínu. Hér fyrir neðan birtum við helstu sögurnar.