Apple hefur nú sent frá sér tvær nýjar auglýsingar fyrir iPhone 5 símann, sem kom á markað fyrir rétt tæpum tveimur mánuðum.
Í fyrri auglýsingunni, Turkey, er áherslan lögð á Shared Photo Stream sem sýnir hversu auðvelt það er að deila myndum með völdum aðilum. Í síðari auglýsingunni, Orchestra, þá er nýr hljóðnemi á bakhlið símans í sviðsljósinu.





Ef frá er talinn Steve Jobs, þá er Sir Jonathan Ive yfirhönnuður Apple talinn eiga hvað mestan þátt í velgengni fyrirtækisins síðustu 10 árin.


Netfyrirtækið og vefverslunin Amazon skýtur föstum skotum á iPad mini spjaldtölvuna sem Apple kynnti í síðustu viku og kemur á markað 2. nóvember næstkomandi.
