Google Maps fyrir iOS fékk þögla uppfærslu (e. silent update) um helgina, og kemur nú með raddleiðsögu (e. turn-by-turn) fyrir Ísland.
Tölvupóstþjónustan Gmail fagnar nú níu ára afmæli sínu. Þjónustan er stærsta svokallaða „20% verkefni“ sem Google hefur sent frá sér, en fyrirtækið leyfir starfsfólki sínu að verja þeim tíma til að vinna að verkefnum að eigin vali.
Aðrar vinsælar þjónustur sem eru runnar undan rifjum Innovation Time Off eins og fyrirbærið kallast eru Google News og Google AdSense.
Google Chrome vafrinn fyrir iOS fékk hressa uppfærslu í gær, en með uppfærslunni er nú hægt að skoða vefsíður í fullum skjá (e. full screen) á iPhone og iPod touch. Tækjastikan birtist þá notendum þegar þeir skruna (e. scroll) niður með fingrinum.
Önnur breytingin er sú að nú er hægt að vista síður beint úr forritinu sem PDF skjöl á Google Drive.
Bandaríska tæknifyrirtækið Google greindi nýlega frá því að Google Reader verði lagður á hilluna 1. júlí næstkomandi.
Í tilkynningu sem birtist á Google Reader blogginu kom fram að notendum þjónustunnar fari fækkandi, og í kjölfarið vill fyrirtækið heldur einbeita sér að þróun annarra verkefna.
Á nethringnum síðustu mánuði þá hafa auglýsingar frá Domino’s, Símanum og Liðsstyrk eflaust ekki farið framhjá þér. Íslendingar erlendis hafa svipaða sögu að segja, sjá auglýsingar frá aðilum í búsetulandi sínu, hvort sem það er Danmörk, Stóra-Bretland eða soldánsdæmið Brunei.
Þessi fyrirtæki eru ekki að auglýsa hjá síðunni sem þú ert að skoða hverju sinni, heldur kaupa birtingar eða smelli í gegnum Google AdSense, auglýsingakerfi Google.
Google kynnti nýlega fartölvu sem fyrirtækið ætlar að senda frá sér, og ber heitið Chromebook Pixel.
Chromebook Pixel er fartölva sem telja má nokkuð sérstaka, þar sem að Google sá um hönnun tölvunnar, en fyrirtækið hefur hingað til einbeitt sér að þróun hugbúnaðar eða stýrikerfi, en leyft öðrum fyrirtækjum að einbeita sér að framleiðslu símtækja og tölva.
Bandaríska tæknifyrirtækið Google stefnir nú á opnun verslana undir merkjum fyrirtækisins síðar á árinu.
Með því hyggst Google koma vörum fyrr í hendur viðskiptavina sinna. Staðan í dag er sú að notendur sjaldnast prófað eða skoðað Google vörur í verslunum, heldur þurfa að láta sér nægja að panta þær af netinu.
Þangað til iOS 6 kom út, þá tóku allir iPhone eigendur því sem sjálfsögðum hlut að hafa Google Maps forrit á símanum. Það er því skemmtilegt að segja frá því að litlu munaði að forritið hefði ekki komið á iPhone, þegar hann kynntur til sögunnar árið 2007.
Eins og einhverjir muna eflaust eftir þá fluttum við fréttir af því fyrir stuttu að Google Maps forrit fyrir iPhone væri ekki í vinnslu.
Afstaða Google í þessum málum virðist nú hafa breyst, því samkvæmt nýjustu heimildum þá er Google Maps forrit nú væntanlegt fyrir iOS.
Þessa ályktun má draga af því að innflytjenda- og tollaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (US Immigration & Customs Enforcement) mun núna gera breytingar á kerfinu sínu, þannig að 17.600 starfsmenn stofnunarinnar muni nota iPhone í staðinn fyrir BlackBerry frá Research In Motion (RIM).