fbpx
Tag

iOS

Browsing

Með útgáfu nýrra iOS kerfa, lenda eigendur eldri tækja í því að þau verða hægari í keyrslu. Þetta var tilfellið með iPhone 3G í iOS 4, og virðist aftur vera að gerast með iPhone 3GS á iOS 5. Ef þú hefur jailbreakað iPhone símann þinn (eða iPad, iPod Touch) og vistað svokölluð SHSH blobs þá geturðu niðurfært í lægri útgáfu á ný. Ástæðan fyrir því að þörf er á að vista þessi SHSH blobs, er að Apple vottar allar uppfærslur, og þegar nýjar uppfærslur koma út, þá hætta þeir að votta eldri kerfi.

Strætó AndroidFyrir stuttu síðan greindum við frá því að Strætó forrit væri komið fyrir Android, og nú er sams konar forrit einnig komið fyrir iOS stýrikerfið, sem iPhone, iPad og iPod Touch keyra á. Þetta er mjög hentugt forrit fyrir þá sem taka reglulega strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu.

Temple Run, einn af vinsælustu iOS leikjum allra tíma, er væntanlegur á Android 27. mars. Leikurinn hefur verið sóttur af fleiri en 40 milljón notendum í App Store, og Imangi Studios, sem eiga heiðurinn að þessum vinsæla leik, fannst tilvalið að búa til Android útgáfu af leiknum.

MuscleNerd iOS 5.1

MuscleNerd, iOS forritarinn og einn af forkólfum í iPhone Dev-Team,  greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær, að jailbreak fyrir iOS 5.1 væri komið út.

Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa símann og halda jailbreak-inu nema þú tengir iPhone símann við tölvu, og notir RedSn0w til að kveikja á honum (velur Just Boot í RedSn0w ef rafhlaðan klárast hjá þér).

iOS 5.1

Í gær þá gaf Apple út litla uppfærslu fyrir iOS stýrikerfið sitt, sem er nú komið upp í 5.1. Uppfærslan lagar ýmsar litlar villur, auk þess sem það gerir notendum kleift að eyða myndum úr Photo Stream, auðveldar fólki að taka myndir þegar síminn er læstur, og bætir andlitsgreiningu í myndavélaforritinu. Von allra notenda er sú að rafhlöðuvandamál í iOS 5 séu úr sögunni með iOS 5 uppfærslunni.

Merkum áfanga var náð fyrir stuttu í App Store búðinni, sem Apple rekur fyrir iOS tæki, en fyrirtækið greindi nýverið frá því að 25. milljarðasta forritið hefði verið sótt úr búðinni. iPhone síminn frá Apple kom fyrst á markað árið 2007, og ári síðar þá var App Store búðin sett á laggirnar. Minna en ári síðar var milljarðasta forritið sótt úr búðinni. Fyrir rúmu ári síðan var því fagnað að 10. milljarðasta forritið var sótt úr búðinni, sem sýnir vöxt App Store búðarinnar, en rétt tæplega 50 milljón forrit eru sótt úr búðinni á degi hverjum.