Ert þú einn af þeim sem elskar að læra nýjar flýtivísanir (e. keyboard shortcuts fyrir þá sem sletta eins og ég).
Hér koma nokkrar flýtivísanir sem geta reynst þér vel og flýtt fyrir þegar þú ert að losa þig við allt draslið sem er á Desktop.
Ert þú einn af þeim sem elskar að læra nýjar flýtivísanir (e. keyboard shortcuts fyrir þá sem sletta eins og ég).
Hér koma nokkrar flýtivísanir sem geta reynst þér vel og flýtt fyrir þegar þú ert að losa þig við allt draslið sem er á Desktop.
Er Mac tölvan þín sé ekki jafn hröð og yndisleg eins og þegar þú keyptir hana á sínum tíma. Hvort sem þú keyptir hana fyrir 1, 2 eða 5 árum þá má vera að þér finnist einhvern veginn allt keyra hægara á henni.
Ef þú lest áfram þá koma þrjú ráð við því hvernig þú getur lengt líftíma tölvunnar þinnar um nokkur ár.
[singlepic id=174 w= h= float=center] Ásamt iPad mini spjaldtölvunni (sem allir vita um) þá kynnti Apple einnig til sögunnar nýja…
Mac: Ef þú átt iPhone, iPad eða iPod Touch þá hefurðu mögulega séð Print hnappinn þegar þú ætlar að setja nýja síðu í bókamerki, senda síðu í pósti o.s.frv. Þessi valmöguleiki kom til sögunnar í iOS 4.2 og gerði aðilum með sérstaka og fokdýra AirPrint prentara kleift að prenta þráðlaust úr tækjum sínum.
En þótt þú eigir ekki AirPrint prentara, þá er ekki þar með sagt að þú getir ekki prentað þráðlaust. Eina sem þú þarft er Mac tölva sem kveikt er á, og forritið AirPrint Activator.
Til þess að setja upp forritið skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi.
Mac: Resume er ein af helstu nýjungum í Mac OS X Lion (eða Mac OS X 10.7). Í fullkomnum heimi þá virkar Resume þannig að þú ert að vinna í skjali, getur slökkt á tölvunni, kveikt á henni 1-100 dögum síðar og þá opnast forritið og skjalið í sama ástandi og þegar þú skildir síðast við tölvuna.
Ef þú átt Macbook, Macbook Air eða Macbook Pro fartölvu þá kannastu mögulega við það ráð að minnka birtustigið í botn, slökkva á bluetooth og WiFI, svo þú getir fengið örfáar mínútur aukalega, til að ná að klára verkefni fyrir vinnu eða skóla, úr því hleðslutækið er heima.
Mac: Ef þú notar Skype mikið til að tala við vini eða vandamenn erlendis, þá viltu ef til vill eiga upptöku af samtalinu til að horfa á síðar meir. Með forritinu Call Recorder frá hugbúnaðarfyrirtækinu Ecamm þá er notendum kleift að gera þetta.
Mac: Ef fartölvan þín er komin til ára sinna, þá má vera að rafhlaðan haldi ekki hleðslu eins lengi og áður fyrr. Hér kemur coconutBattery til sögunnar, en það er forrit sem skoðar rafhlöðuna í fartölvunni þinni og lætur þig fá upplýsingar sem geta komið að gagni.
Hefur þú slökkt á tölvunni þinni með því að halda Power takkanum inni í dágóðan tíma? Þrátt fyrir að þú hafir gert þetta án þess að skaði hafi hlotist af aðgerðinni, þá er mælt með því að temja sér vönduð vinnubrögð og slökkvi á tölvunni með réttum ætti, því annars gæti t.d. mikilvægt skjal hlotið einhvern skaða (og það viljum við ekki).
Hægt er að að slökkva, endurræsa eða setja Mac tölvuna í svefn með tvennum hætti án nokkurra aukaforrita.
Mac: Ef þú vilt nota máttinn og kveikja eða slökkva á tónlist í iTunes (eða Spotify fyrir þá sem nota þá þjónustu) þá er það nokkuð sem Mac notendur geta nú gert með forritinu Flutter.