fbpx
Tag

XBMC

Browsing

Apple TV

Apple TV hefur notið talsverðra vinsælda hérlendis, bæði vegna þess að hægt er að horfa á Netflix og Hulu Plus, og einnig því almennt hefur verið nokkuð auðvelt að framkvæma jailbreak á tækinu.

Með því að framkvæma jailbreak þá geta notendur sett upp hugbúnað sem Apple lætur ekki fylgja með spilaranum, og bera þar hæst margmiðlunarforritin XBMC og Plex, sem gera fólki kleift að horfa á myndbönd úr tölvunum sínum, horfa á efni úr Sarpinum hjá RÚV og margt fleira.

Seas0nPass - Apple TV 5.0.1

Fyrir rúmri viku kom jailbreak fyrir iOS 6.1, og nú er komið untethered jailbreak fyrir Apple TV 5.1. Stuðningur við XBMC eða Plex er ekki kominn, þannig að ef þú notar þessi forrit þá skaltu aðeins bíða með það að uppfæra.
UPPFÆRT:  XBMC styður nú Apple TV 5.2

Þetta jailbreak virkar því miður ekki fyrir Apple TV 3, sem kom á markað í mars 2012.

XBMC 12 - Frodo

Margmiðlunarforritið XBMC fékk ansi öfluga uppfærslu á dögunum, þegar opinber útgáfa af XBMC 12, eða Frodo kom út.

XBMC forritið nýtur gífurlegra vinsælda um allan heim, en margir þekkja eflaust einungis til forritsins vegna þess að þeir eru með það uppsett á Apple TV tækjum sínum.

Apple TV original

Ef þú átt fyrsta Apple TV spilarann frá Apple, þá hefurðu ef til vill ráfað hingað inn og farið með skeifu vegna þess að enginn jaibreak leiðarvísir er til fyrir fyrsta Apple TV spilarann. Nú er kominn tími á að við  bætum úr því. Því skaltu lesa áfram ef þú vilt framkvæma jailbreak á fyrstu kynslóð af Apple TV.

XBMC logo

Ef þú notar margmiðlunarforritið XBMC daglega, þá getur verið þægilegt að stjórna forritinu með fleiri aðferðum en bara lyklaborðinu (eða Apple TV fjarstýringu á tæki sem búið er að framkvæma jailbreak á).

Á innan við fimm mínútum geturðu stillt XBMC þannig að hægt er að stjórna forritinu úr hvaða netvafra sem er, ef tölvan er tengd við sama staðarnet (e. Wi-Fi) og netið sem XBMC forritið tengist.

Apple TV margmiðlunarspilarinn er með vinsælli raftækjum hérlendis um þessar mundir. Apple TV léttir manni lífið með ýmsum hætti, t.d. með því að spila efni þráðlaust úr iTunes í sjónvarpinu og AirPlay spilun ef þú vilt spila tónlist eða myndbönd á sjónvarpinu þínu.

Margir spyrja sig samt þeirrar spurningar hvað sé eiginlega hægt að gera við Apple TV spilarann. Við ætlum að fara aðeins út í það hér fyrir neðan.

Margmiðlunarforritið XBMC, sem hefur oft verið til umfjöllunar á síðunni er væntanlegt á Android innan tíðar.

Greint var frá þessu fyrir stuttu á XBMC blogginu, þar sem sagt var að XBMC kæmi í Google Play búðina innan tíðar. Hægt verður að keyra forritið á Android spjaldtölvum, símum og margmiðlunarspilurum sem keyra Android.

Eins og fram kom í leiðarvísinum í gær, þá er untethered jailbreak fyrir Apple TV2 með útgáfu 5.0 loksins komið út. Ef þú hefur jailbreak-að Apple TV spilarann þinn þá geturðu sett upp XBMC, því aðilarnir á bak við forritið hafa unnið baki brotnu til að það virki á Apple TV 5.0, og með því að fylgja eftirfarandi leiðarvísi þá munt þú geta sett upp forritið á spilaranum þínum.