OZ efst í App Store

Eftir umfjöllun okkar (og annarra) um byltingarkennda nálgun OZ til að horfa á sjónvarp, þá hafa viðbrögðin ekki staðið á sér, en fjölmargir Íslendingar skráðu sig í beta prófun OZ og nýttu sér vefforrit þjónustunnar.

OZ hefur nú sent frá sér iOS forrit fyrir notendur sína, og til marks um vinsældir þjónustunnar þá trónir forritið á toppi íslensku App Store búðarinnar.

Með forritinu geturðu horft á sjónvarp í háskerpu frá RÚV eða sjónvarpsstöðvum 365 miðla. Apple TV eigendur ættu að fagna útgáfu forritsins, en það gerir notendum kleift að nýta iOS tækið sitt í eitthvað annað á meðan OZ streymir myndefni í sjónvarpið. Með öðrum orðum, meðan þú klárar að horfa á myndina sem þú sofnaðir yfir á Stöð 2 Bíó í gær þá geturðu vafrað um í Safari eða gert eitthvað annað uppbyggilegt.

Þá hafa fregnir borist af því að einstaklingar sem eru enn á biðlista geti komist framar í röðina með því að skrá sig á vef Stöðvar 2 og OZ. OZ appið keyrir á öllum iOS 6 samhæfðum tækjum (iPad 2 og hærra, iPhone 4 og hærra).

 

Author

5 Comments

Write A Comment

Exit mobile version