fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

AirPlay

AirPlay tæknin frá Apple er nokkuð mögnuð. Hún gerir eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch (auk nýlegra Mac tölva) kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd þráðlaust yfir á Apple TV sem er tengdur sama neti.

Með ýmsum forritum er svo hægt að nýta AirPlay tæknina á ýmsa vegu, t.d. spegla skjáinn úr Windows og Mac tölvum með AirParrotspila myndbandsskrár af Mac tölvu á Apple TV auk þess sem hægt er að breyta Windows tölvum í AirPlay móttakara.

Google merkiðÁ nethringnum síðustu mánuði þá hafa auglýsingar frá Domino’s, Símanum og Liðsstyrk eflaust ekki farið framhjá þér. Íslendingar erlendis hafa svipaða sögu að segja, sjá auglýsingar frá aðilum í búsetulandi sínu, hvort sem það er Danmörk, Stóra-Bretland eða soldánsdæmið Brunei.

Þessi fyrirtæki eru ekki að auglýsa hjá síðunni sem þú ert að skoða hverju sinni, heldur kaupa birtingar eða smelli í gegnum Google AdSense, auglýsingakerfi Google.

Framkvæmdastjórn ESB sektaði í gær bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft um 561 milljón evra (92 milljarða króna miðað við núverandi gengi).

Fyrirtækinu var gerð þessi sekt af því það braut samkomulag sem gert var 2009, en samkvæmt því átti fyrirtækið að láta Windows notendur vita af möguleikum þeirra til að ná í aðra vafra en Internet Explorer.

F.luxMargur er knár þótt hann sé smár. Það eru orð að sönnu þegar litla forritið F.lux er annars vegar, sem ætti að henta hverjum þeim sem eyðir miklum tíma fyrir framan tölvuskjá. En hvað gerir F.lux nákvæmlega? Áður en því er svarað þá skulum við setjast aðeins á skólabekk.

Melatónín er efni sem heilinn okkar framleiði. Í daglegu tali er það stundum kallað hormón myrkursins, en það hjálpar manni m.a. að sofna. Við góð birtuskilyrði þá er framleiðsla melatóníns lítil, en eykst ef birtan minnkar.

Það þekkja allir, flestir… ok einhverjir það vandamál að lána vini eða ættingja geisladisk, en finna svo ekki hulstur með.  Í þeim tilfellum er oft um skrifaðan disk að ræða, eða geisladisk sem geymdur í glæsilegri Case Logic tösku eins og á myndinni að ofan.

Það vandamál er hægt að leysa með einföldum hætti, því ef þú ert með geisladisk og A4 blað, þá geturðu búið til geisladiskahulstur úr sjálfu blaðinu.