Angry Birds Space frá Rovio kom út í dag, fyrir Android, iOS, Mac og Windows. Nýi leikurinn verður verður ef til vill með óhefðbundnu sniði, enda er leikvöllurinn ekki lengur plánetan jörð, heldur geimurinn þar sem engu andrúmslofti er til að dreifa, auk þess sem þyngdarlögmál Newtons er virt að vettugi.
Fólk getur setið uppi með læstan iPhone síma af ýmsum ástæðum, hvort sem það er vegna flutninga eða óprúttins sölumanns…
Tölvupóstforritið Sparrow hefur notið nokkurra vinsælda meðal Mac notenda, en það býður upp á einfalt og þægilegt viðmót, og er léttara í keyrslu heldur en Apple Mail. Útgáfa fyrir iPhone og iPod Touch lenti í App Store í gær.
Fyrir stuttu síðan greindum við frá því að Strætó forrit væri komið fyrir Android, og nú er sams konar forrit…
Í gær þá gaf Apple út litla uppfærslu fyrir iOS stýrikerfið sitt, sem er nú komið upp í 5.1. Uppfærslan lagar ýmsar litlar villur, auk þess sem það gerir notendum kleift að eyða myndum úr Photo Stream, auðveldar fólki að taka myndir þegar síminn er læstur, og bætir andlitsgreiningu í myndavélaforritinu. Von allra notenda er sú að rafhlöðuvandamál í iOS 5 séu úr sögunni með iOS 5 uppfærslunni.
Mac: Sumum iPhone 4S eða iPad 2 eigendum finnst heldur fúlt að þurfa að eiga Apple TV, svo AirPlay speglun…
iOS: Þótt flest iPhone forrit kosti ekki meira en $0.99 eða $1.99 þá er það fljótt að safnast saman í háar fjárhæðir þegar maður er að spreða í forrit í prófunarskyni, eða í leiki sem maður spilar í 2-3 daga og svo ekki söguna meir.