
Þjóðverjanum Stefan „i0n1c“ Esser hefur tekist að framkvæma jailbreak á iPad 2 með iOS 5.1 uppsettu. Þetta gefur til kynna að jailbreak fyrir 3. kynslóð af iPad spjaldtölvunni sé væntanlegt innan tíðar, þar sem að A5 örgjörvinn á iPad 2 og A5X örgjörvinn á 3. kynslóðar iPad eru mjög svipaðir að gerð.
Í síðustu viku greindum við frá því hvernig Mac notendur með Lion stýrikerfið spila efni af tölvum sínum á Apple TV með XBMC, sem með öðrum orðum er búið að jailbreaka. Ferlið fyrir Windows notendur er einfaldara en á Mac, þar sem ekki þarf að setja upp neinn hugbúnað til að deila efni af Windows 7. Nú kemur einfaldur leiðarvísir sem sýnir hvernig þetta er gert.