fbpx
Tag

Jailbreak

Browsing

Það verður seint sagt að þetta hafi tekið langan tíma. Um leið og iPhone Dev-Team komust í kynni við 3. kynslóð af iPad, þá fóru þeir að kanna hvort hægt væri að jailbreaka hann. Nú, innan við sólarhring frá því þeir voru komnir með hann í hendurnar, þá var MuscleNerd, einn af forkólfum iPhone Dev-Team, búinn að jailbreak-a iPadinn sinn með iOS 5.1 uppsettu, sbr. þetta tweet að neðan.

MuscleNerd iOS 5.1

MuscleNerd, iOS forritarinn og einn af forkólfum í iPhone Dev-Team,  greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær, að jailbreak fyrir iOS 5.1 væri komið út.

Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa símann og halda jailbreak-inu nema þú tengir iPhone símann við tölvu, og notir RedSn0w til að kveikja á honum (velur Just Boot í RedSn0w ef rafhlaðan klárast hjá þér).

Jailbreak:  Ef þú hefur jailbreakað iOS tækið þitt (leiðarvísa til að framkvæma jailbreak má finna hér ) þá getur þú sett upp skemmtilega  viðbót sem heitir Swipe For Mail. Eftir að uppsetningu á Swipe for Mail er lokið þá mætti halda að ekkert hafi gerst. Ekkert nýtt forrit á heimaskjánum (e. home screen) né heldur neinar aukalegar stillingar í Settings.

Jailbreak: FlipOver er viðbót (e. tweak) fyrir þá sem hafa jailbreak-að iPhone, iPod Touch, eða iPadinn sinn. Með FlipOver þá þarftu ekki að læsa símanum eða setja hann á hljóðlausa stillingu, heldur er nóg að láta símann frá sér þannig að bakhlið símans snúi upp, og þá setur maður símann í svefn og hann læsist. Þegar síminn er tekinn aftur upp þá vaknar síminn úr svefni og maður getur notað hann á ný.

Fyrr í vikunni greindum við frá því að pod2g hefði tekist að jailbreak-a bæði iPhone 4S og iPad 2, en að það ætti eftir að setja jailbreak-ið saman í forrit sem fyrir einstaklinga svo þeir gætu sjálfir framkvæmt jailbreak á tækjum sínum.

2 dögum síðar er untethered jailbreak komið fyrir iOS tæki með A5 örgjörva (þ.e. iPhone 4S og iPad 2). Forritið var gert af Chronic Dev Team og hefur fengið heitið Absinthe, en svokallað stjörnulið iPhone hakkara vann að því að búa til þetta untethered jailbreak. Jailbreak-ið kemur því ekki út í formi RedSn0w, Sn0wbreeze eða PwnageTool útgáfu eins og venjulega (ekki er þó loku fyrir það skotið að slík útgáfa komi út síðar).

Hakkarann pod2g þekkja flestir sem hafa fylgst náið með iOS 5 jailbreak fréttum, en hann er fremstur í flokki þeirra sem hafa unnið að því að búa til untethered jailbreak fyrir iOS 5.0.1.

Fyrst tókst honum að gera jailbreak fyrir öll tæki nema iPhone 4S og iPad 2, og nú hefur hann gert gott betur en hann hefur nú náð að framkvæma untethered jailbreak á iPhone 4S og iPad 2 með iOS 5.0.1.

iOS 5/Jailbreak: Að neðan má finna ítarlegan leiðarvísi um hvernig hægt er að jailbreak-a iOS 5.0.1 með RedSn0w 0.9.10b4. Leiðarvísirinn virkar fyrir iPhone 3GS, iPhone 4, iPad 1 og iPod Touch (3. og 4. kynslóð)

RedSn0w hefur fengið nokkrar litlar uppfærslur eftir að upprunalegt jailbreak fyrir iOS 5.0.1. kom út, og með því nýjasta þá ættu notendur ekki að lenda í neinum vandræðum með iBooks eftir jailbreak.

Ef þú hefur jailbreak-að iOS tæki (iPhone, iPad, iPod Touch) á iOS 5.0.1 símann þinn, þá getur vel verið að iBooks virki ekki á tækinu þínu, sem er skiljanlega heldur hvimleitt. Einföld lausn er við þessu, sem krefst þess að þú SFTP-ir inn á tækið þitt.

Til þess að laga bilað iBooks á iOS 5.0.1 eftir jailbreak þá þarftu að gera eftirfarandi:

XBMC fékk stóra uppfærslu um jólin, þegar betaútgáfa af XBMC 11.0 kom út, sem hefur fengið nafnið „Eden“. XBMC Eden felur meðal annars í sér minna álag á örgjörva, og betri stuðning við iOS. Á heimasíðu XBMC má finna ítarlega færslu um helstu breytingarnar.

Að neðan má sjá stuttan leiðarvísi til að setja upp XBMC á Apple TV, ef þú hefur jailbreak-að Apple TV spilarann þinn (ef ekki þá er hægt að fylgja leiðarvísi okkar til að gera það)