
Flestir eigendur Kindle lestölvunnar frá Amazon þekkja það hvimleiða vandamál að geta ekki keypt íslenskar rafbækur fyrir tölvuna sína (nema á skinna.is sem selur rafbækur í sniði sem Kindle tölvan les). Ástæðan er ávallt sú sama, viðkomandi búð selur bækurnar í ePub sniði.
Í leiðarvísinum hér fyrir neðan munum við sýna hvernig hægt er að breyta ePub skrám (e. convert) yfir í snið sem Kindle lestölvurnar geta lesið.

Það getur verið hagkvæmt fyrir íslenska Apple TV eigendur að vera með bandarískan Apple reikning, svo hægt sé að leigja kvikmyndir og þætti á iTunes leigunni, auk þess sem einstaklingar geta þá keypt Netflix og Hulu Plus áskrift í gegnum Apple reikninginn sinn.





Fyrr í vikunni var greint frá því að
Margir kannast við það að fara í stutt ferðalag, koma svo heim og símreikningurinn slagar upp í verð farmiðans. Ástæðan fyrir því er sú að þegar maður er staddur erlendis, þá er síminn í svokölluðum „Data Roaming“ ham, þannig að þú ert ekki að nota áskriftina þína, heldur borgar fyrir hvert megabæti sem þú nærð í. Verð fyrir 1 MB í Bandaríkjunum er t.d. frá 1500 og upp í 2000 kr, þannig að með heimsókn á örfáar heimasíður getur verið dýrara en kvöldmaturinn þinn. Til að koma í veg fyrir háan símreikning er hægt að gera tvennt.