fbpx
Tag

Leiðarvísir

Browsing

kindle

Flestir eigendur Kindle lestölvunnar frá Amazon þekkja það hvimleiða vandamál að geta ekki keypt íslenskar rafbækur fyrir tölvuna sína (nema á skinna.is sem selur rafbækur í sniði sem Kindle tölvan les). Ástæðan er ávallt sú sama, viðkomandi búð selur bækurnar í ePub sniði.

Í leiðarvísinum hér fyrir neðan munum við sýna hvernig hægt er að breyta ePub skrám (e. convert) yfir í snið sem Kindle lestölvurnar geta lesið.

AirPlay

AirPlay tæknin frá Apple er nokkuð mögnuð. Hún gerir eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch (auk nýlegra Mac tölva) kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd þráðlaust yfir á Apple TV sem er tengdur sama neti.

Með ýmsum forritum er svo hægt að nýta AirPlay tæknina á ýmsa vegu, t.d. spegla skjáinn úr Windows og Mac tölvum með AirParrotspila myndbandsskrár af Mac tölvu á Apple TV auk þess sem hægt er að breyta Windows tölvum í AirPlay móttakara.

Macbook Pro Retina

Nýverið rituðum við grein varðandi úrbætur ef Mac tölvan er orðin hæg, og í kjölfar hennar fengu margir vatn í munninn við fræðslu um SSD diska og þann gífurlega hraða sem notkun þeirra hefur í för með sér.

Eins og drepið var á í greininni þá er gígabætið ansi dýrt í þessum SSD drifum. Ef þú vilt fá hraðann sem fylgir því að vera með SSD disk, en gagnaplássið sem fylgir hefðbundnum SATA diskum, þá geturðu keypt þér svokallaðan tvöfaldara (e. data-doubler), SSD disk og geymt Home möppuna þína (þ.e. Desktop, Downlaod, Music, Pictures, Movies o.s.frv.) á stóra harða disknum þínum, en forritin og stýrikerfið á SSD disknum.

Seas0nPass - Apple TV 5.0.1

Fyrir rúmri viku kom jailbreak fyrir iOS 6.1, og nú er komið untethered jailbreak fyrir Apple TV 5.1. Stuðningur við XBMC eða Plex er ekki kominn, þannig að ef þú notar þessi forrit þá skaltu aðeins bíða með það að uppfæra.
UPPFÆRT:  XBMC styður nú Apple TV 5.2

Þetta jailbreak virkar því miður ekki fyrir Apple TV 3, sem kom á markað í mars 2012.

Evasi0n jailbreak

Jailbreak fyrir iOS 6, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, kom út fyrr í dag kl. 17:00 á íslenskum tíma, og hefur þegar verið halað niður 100.000 sinnum.

Í leiðarvísinum hér fyrir neðan þá ætlum við að fara með ykkur í gegnum ferlið ef þið viljið framkvæma untethered jailbreak á tækjunum ykkar. Þetta jailbreak virkar á öllum iPhone, iPad og iPod touch tækjum sem keyra iOS 6.0-6.1.2

Instagram - Flickr

Vandfundinn er sá einstaklingur sem las nýja skilmála Instagram og hugsaði „já, þetta er bara ósköp eðlilegt. Ég skil þetta fullkomlega.“

Þótt forsvarsmenn Instagram rembist nú eins og rjúpa við staur að bjarga sér úr því stórslysi sem umfjöllun fjölmiðla síðustu daga hefur haft í för með sér, þá eru margir notendur þegar byrjaðir að leita á önnur mið.

Ein af þjónustunum sem er fólki ofarlega á huga er myndaþjónustan Flickr, sem nýtur vinsælda meðal notenda. Í eftirfarandi leiðarvísi ætlum við að sýna hvernig þú getur fært allar myndirnar þínar frá Instagram yfir á Flickr.

Seas0nPass - Apple TV 5.0.1

Biðinni er lokið, það er komið untethered jailbreak er komið fyrir Apple TV 5.0.1. Þar sem að jailbreak fyrir iPhone, iPad og iPod touch helst jafnan í hendur við jailbreak á Apple TV, þá er nú komið untethered jailbreak komið fyrir Apple TV 5.0.1, en jailbreak fyrir áðurnefnd tæki var gefið út fyrir stuttu

Við bendum á að þetta jailbreak virka ekki fyrir Apple TV 3 sem kom á markað í mars síðastliðnum. Hér að neðan eru svo leiðbeiningar sem sýna hvernig jailbreak er framkvæmt.

Fyrr í vikunni var greint frá því að jailbreak yrði væntanlegt innan tíðar, og fyrr í dag var Absinthe 2.0 gefið út með pompi og prakt á HIBT ráðstefnunni (Hack in the Box).

Absinthe jailbreak forritið er til á Mac, Windows og Linux, þannig að svo lengi sem að þú átt fartölvu eða heimilistölvu, þá ættirðu að vera góðum málum. Absinthe virkar á öllum tækjum sem keyra iOS 5.1.1 nema Apple TV 3.

iPhoneMargir kannast við það að fara í stutt ferðalag, koma svo heim og símreikningurinn slagar upp í verð farmiðans. Ástæðan fyrir því er sú að þegar maður er staddur erlendis, þá er síminn í svokölluðum „Data Roaming“ ham, þannig að þú ert ekki að nota áskriftina þína, heldur borgar fyrir hvert megabæti sem þú nærð í. Verð fyrir 1 MB í Bandaríkjunum er t.d. frá 1500 og upp í 2000 kr, þannig að með heimsókn á örfáar heimasíður getur verið dýrara en kvöldmaturinn þinn. Til að koma í veg fyrir háan símreikning er hægt að gera tvennt.