Tastekid er vefsíða sem hjálpar þér að finna efni sem líklegt er að þér þyki skemmtilegt, áhugavert og þar fram eftir götunum miðað við leitarskilyrðin sem þú slærð inn á síðunni.
Flestir Íslendingar myndu hoppa hæð sína af gleði ef þeir fengju fá ódýran og notaðan bíl í 17 ára afmælisgjöf. Ekki er hægt að segja slíkt hið sama um unga fólkið á Rich Kids of Instagram, því það lætur varla sjá sig á götum úti nema það aki um á Lamborghini, Rolls Royce eða Bentley.
Rich Kids of Instagram er Tumblr síða sem tekur saman Instagram færslur frá ungu fólki sem á það sameiginlegt að hafa ótakmarkaðan aðgang að fjármagni. Helstu áhyggjurnar þar á bæ virðast frekar tengjast því hvort fötin sem þau klæðast séu í stíl við rauða Ferrari bílinn, og timburmenn vegna of mikillar neyslu af Cristal og Dom Perignon (kampavínstegundir báðar tvær).
Literally Unbelievable er Tumblr síða sem sýnir Facebook færslur frá fólki sem heldur að grínfréttamiðilinn The Onion sé að flytja einlægar fréttir af alúð og kostgæfni.
Síðasta vefsíða vikunnar á þessu herrans ári 2012 er ListenToYouTube.
ListenToYouTube gerir notendum kleift að slá inn vefslóðir YouTube myndbanda, og vefsíðan tekur svo hljóðið úr viðkomandi myndbandi og gefur þér kost á að sækja hann sem mp3 skrá.
Langar þig í nýjan hringitón en átt ekki neina tónlist á tölvunni? Vefsíða vikunnar, Audiko (sjá fyrri umfjöllun okkar) slær á slíkar áhyggjur.
Á vefsíðunni geturðu búið til hringitón, hvort sem er fyrir iPhone, Android eða aðra síma, út frá öllum myndböndum sem eru inni á myndbandasíðunni YouTube, sem allir þekkja eflaust til.
GIF síður eru að skjóta upp kollinum víða á internetinu, og því er við hæfi að vefsíða vikunnar tengist GIF bransanum að einhverju leyti, sem í þetta skiptið er vefforritið YT2GIF (rétt marði The Useless Web í harðri baráttu)
Ef þú stundar ekki verslun á netinu þá þarftu ekki að lesa lengra, því vefsíða vikunnar að þessu sinni er vefurinn Ebates.com.
Ebates er vefur sem hentar þeim sem stunda netviðskipti frá Bandaríkjunum mjög vel, því hann býður upp á hina endurgreiðslu til kaupandans (ekki ólíkt aukakrónum) hjá mörgum af netverslunum Bandaríkjanna.
Friðhelgi einstaklingsins er vaxandi vandamál. Vefsíða vikunnar tekur á þessu, en það er vefurinn Adjust Your Privacy
This Is Why I’m Broke er síða sem tekur saman ýmsa hluti sem hægt er að kaupa af hinum ýmsu netverslunum, og getur gefið manni ýmsar hugmyndir um hvað sé hægt að gefa vinum og vandamönnum í jólagjöf.
Úrvalið á síðunni er mikið, og þar geta allir fundið hluti sem þeim finnst ýmist vera sniðugir, nauðsynlegir og eða alveg út í hött.
Hefur þú einhvern tímann séð fyrir þér þægilega kvöldstund þar sem þú poppar og ert byrjaður að horfa á kvikmynd 5 mínútum síðar, en endar með kalt popp því þú ert svo lengi að finna mynd?
Ef þetta hefur hent þig, þá getur verið að þú sért, eins og margir aðrir, þannig að þú vitir ekki almennilega hvað þú viljir horfa á hverju sinni. Einnig geta þjónustur á borð við Netflix valdið manna vandamálum með gríðarlegum fjölda mynda sem eru í boði. Jinni er lausnin við þessu.
Vefsíða vikunnar að þessu sinni er lítil og fábrotin síða sem heitir How Long Will My Coffee Last.
Raunar mætti lýsa síðunni sem nokkurs konar vefforriti, því á síðunni er ekkert nema lítil reiknivél sem kaffiáhugamenn geta notað til að reikna út hversu lengi kaffipokinn endist hjá þeim miðað við neyslumynstur þeirra.