fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Apple TV 2Á mörgum nýjum og nýlegum sjónvörpum er hægt að stilla fjarstýringuna þannig að hún geti stjórnað fleiri tækjum en bara sjónvarpinu. Með þessu móti geturðu einfaldað hlutina og nota sjónvarpsfjarstýringuna til að stjórna Apple TV.

Þetta er vægast sagt mikill kostur, ekki síst í ljósi þess að Apple TV fjarstýringin er svo lítil og nett að hún „týnist“ oft á milli sessa í sófanum. Leiðarvísirinn hér fyrir neðan sýnir hvernig þú gerir þetta.

PlayStationÞað hafa margir lent í því að tengja PS3 við annað sjónvarp og fá þá enga mynd á skjáinn. Vandinn er þá oftast sá að tölvan var tengd við fyrra sjónvarp með HDMI og það síðara með SCART. Oft þegar maður áttar sig á vandanum þá er skaðinn skeður, þannig að ekki er hægt að fara í Settings og breyta myndútganginum. Sem betur fer þá er einföld lausn til við þessu.

Mac OS X LionMac: Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist grannt með fréttum af Apple að það stóð aldrei til að Lion stæði notendum til boða nema í gegnum Mac App Store.

Nú er Lion vissulega fáanlegt á minnislykli í Apple búðum, en kostar þá 69 bandaríkjadali í stað 29 dala sé stýrikerfið keypt í Mac App Store. Ef þú vilt setja upp Lion í fleiri en einni tölvu án þess að ná í Lion skrána aftur og aftur, eða setja Lion upp á tölvuna og byrja á öllu frá grunni þá geturðu hæglega búið til þinn eigin uppsetningardisk eða uppsetningarlykil af Mac OS X Lion, sbr. leiðarvísirinn að neðan.

Eitt af fyrstu skrefum hvers iPhone notanda er að setja 3G og MMS stillingar inn í símann sinn.

Til þess að setja inn internet og MMS stillingar á iPhone þá þarftu að fara í Settings > General > Network og Cellular Data Network.

Hér koma stillingar fyrir Símann:

Eitt af fyrstu skrefum hvers iPhone notanda er að setja APN stillingar (þ.e. 3G og MMS ) inn í símann sinn.

Til þess að setja inn internet og MMS stillingar á iPhone þá þarftu að fara í Settings > General > Network og Cellular Data Network.

Hér koma 3G og MMS stillingar Tal, einnog:

HardlyWork.in

Ef maður á að vera að vinna eða læra í tölvunni þá getur verið frekar vandræðalegt þegar einhver labbar framhjá skjánum manns og maður hangir á Facebook.

Vefsíðan HardlyWork.in, sem fór í loftið í lok júní, bjargar manni í þessum aðstæðum, því hún tekur allt sem er að gerast á Facebook hjá manni og birtir það í formi Excel skjals. Það gerir manni auðvelt um vik að skoða Facebook án þess að fólk gruni að maður sé að taka. Athugið þó að vefsíðan birtir einungis það sem er að gerast á Facebook, þannig að ef maður vill skrifa ummæli við tengil, stöðuuppfærslu eða mynd þá þarf maður samt sem áður að fara á Facebook til að gera það.

Apple TV 2 - XBMCApple TV er ansi sniðugt tól fyrir þá sem vilja fá ódýran og góðan margmiðlunarspilara á heimili sitt, en þeir fást hérlendis á tæplega 30.000 kr. þökk sé vörugjöldum og tollum sem leggjast á margmiðlunarspilara, en í Bandaríkjunum er hægt að fá þá á 100 dollara, og í Bretlandi á 100 pund (og þar er hægt að fá virðisaukaskattinn endurgreiddan ef þú ert íslenskur ferðamaður).

Að neðan er leiðarvísir til að setja upp XBMC á Apple TV, svo hægt sé að nýta tækið til fulls. Leiðarvísinum er skipt í tvennt, annars vegar hvernig þú jailbreakar Apple TV 2 uppsett með iOS 4.3 (skref 1-4), og hins vegar hvernig þú setur inn XBMC á Apple TV (skref 5-8), sem gerir þér kleift að spila efni úr tölvunni þinni, nettengdum flakkara, eða horfa á ýmislegt efni beint af netinu.

UPPFÆRT: Jailbreak fyrir 4.4.4 er komið. Sjá leiðarvísi hér.

Ath! Áður en þú byrjar, þá þarftu að eiga micro-USB > USB kapal til að jailbreak-a Apple TV, og sá kapall fylgir ekki með tækinu þegar þú kaupir það. Hægt er að fá slíkan kapal í öllum betri tölvuverslunum hérlendis á ca. 2000-3000 kr.

Eitt af fyrstu skrefum hvers iPhone notanda er að setja 3G og MMS stillingar inn í símann sinn.

Til þess að setja inn 3G og MMS stillingar á iPhone þá þarftu að fara í Settings > General > Network og Cellular Data Network.

Hér koma stillingar fyrir Nova:

Download YouTube as mp4„Download YouTube Videos as MP4“ er mjög einföld viðbót fyrir alla helstu vafra. Með viðbótinni þá bætist lítill „download“ linkur hægra megin við „Share“ á öllum YouTube myndböndum sem maður horfir á, sem getur einfaldað manni lífið til muna, einkum ef maður er að horfa á sömu myndböndin aftur og aftur. Með þessu móti er hægt að spara dýrmæta bandvídd með því að hala myndbandinu einfaldlega niður á tölvuna, og spila það svo aftur beint af tölvunni í staðinn fyrir að fara á YouTube.

Það er fátt jafn tíðrætt í tækniheimum þessa daga og útgáfurdagur iPhone 5. Samkvæmt nýjustu heimildum þá er útgáfurdagurinn nú sagður vera í október á þessu ári. Það er fréttavefurinn AllThingsD sem kveður svo að orði, en vefurinn er almennt talinn vera með nokkuð traustar heimildir á þessu sviði. Þetta gengur í berhögg við fyrri orðróma sem sögðu símann koma í septembermánuði.