Fyrr í vikunni greindum við frá því að pod2g hefði tekist að jailbreak-a bæði iPhone 4S og iPad 2, en að það ætti eftir að setja jailbreak-ið saman í forrit sem fyrir einstaklinga svo þeir gætu sjálfir framkvæmt jailbreak á tækjum sínum.
2 dögum síðar er untethered jailbreak komið fyrir iOS tæki með A5 örgjörva (þ.e. iPhone 4S og iPad 2). Forritið var gert af Chronic Dev Team og hefur fengið heitið Absinthe, en svokallað stjörnulið iPhone hakkara vann að því að búa til þetta untethered jailbreak. Jailbreak-ið kemur því ekki út í formi RedSn0w, Sn0wbreeze eða PwnageTool útgáfu eins og venjulega (ekki er þó loku fyrir það skotið að slík útgáfa komi út síðar).

„Download YouTube Videos as MP4“ er mjög einföld viðbót fyrir alla helstu vafra. Með viðbótinni þá bætist lítill „download“ linkur hægra megin við „Share“ á öllum YouTube myndböndum sem maður horfir á, sem getur einfaldað manni lífið til muna, einkum ef maður er að horfa á sömu myndböndin aftur og aftur. Með þessu móti er hægt að spara dýrmæta bandvídd með því að hala myndbandinu einfaldlega niður á tölvuna, og spila það svo aftur beint af tölvunni í staðinn fyrir að fara á YouTube.